banner
   mán 12. apríl 2021 23:49
Brynjar Ingi Erluson
Florentino Perez endurkjörinn forseti Real Madrid (Staðfest)
Florentino Perez verður áfram forseti Real Madrid
Florentino Perez verður áfram forseti Real Madrid
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid á Spáni, var í kvöld endurkjörinn forseti félagsins til ársins 2025 en þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Madrídinga.

Perez var forseti Madrídinga frá 2000 til 2006 en hann sagði starfi sínu lausu eftir slakan árangur liðsins og taldi hann að það væri réttast að fá nýjan mann í brúnna.

Ramon Calderon var forseti félagsins frá 2006 til 2009 en þá bauð Perez sig aftur fram og reyndist eini frambjóðandinn. Hann hefur verið forseti félagsins síðan.

Hann var endurkjörinn nú seint í kvöld og verður forseti félagsins til næstu fjögurra ára en enginn bauð sig fram gegn honum.

Perez hefur komið að mörgum stærstu félagaskiptum í sögu fótboltans en þar má nefna þá Zinedine Zidane, David Beckham, Ronaldo, Luis Figo, Karim Benzema, Kaká, Luka Modric, Toni Kroos og Cristiano Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner