Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 12. maí 2021 14:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 1. sæti
Fjölni er spáð sigri í 2. deild
Fjölni er spáð sigri í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Montoro er mjög öflugur leikmaður
Sara Montoro er mjög öflugur leikmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Heiðarsdóttir er gríðarlega mikilvæg í Grafarvogi
Hlín Heiðarsdóttir er gríðarlega mikilvæg í Grafarvogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við báðum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. Fjölnir
2. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
3. KH
4. Völsungur
5. ÍR
6. Sindri
7. Fram
8. Hamrarnir
9. Hamar
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: 9. sæti í Lengjudeildinni

Þjálfarar: Þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Theodór Sveinjónsson tóku við Fjölnisliðinu í haust. Þeir hafa starfað saman áður hjá Aftureldingu og búa báðir yfir gríðarlegri þjálfarareynslu.

Fjölnisliðið ætlar sér strax aftur upp í Lengjudeildina eftir vonbrigði síðasta sumar. Liðið hefur haldið flestum af sínum leikmönnum og öflugir þjálfarar liðsins hafa fengið sterkar viðbætur í leikmannahópinn. Liðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og umgjörðin í Grafarvogi er góð.

Lykilmenn: Sara Montoro, Hlín Heiðarsdóttir, Elvý Rut Búadóttir

Gaman að fylgjast með: Miðvörðurinn Laila Þóroddsdóttir hefur bætt sig mikið undanfarið og kemur sterk til leiks í sumar.

Við heyrðum í þjálfurunum Júlla og Tedda og spurðum út í sumarið:

Ykkur er spáð sigri í 2. deild. Kemur það á óvart?

„Nei, alls ekki og miðað við úrslit leikja hjá okkur á undirbúningstímabilinu þá kemur það okkur ekkert á óvart. En það er undirbúningstímabil og telur ekkert þegar að í mótið er komið.”

Finnið þið fyrir pressu að fara með liðið upp?

„Nei, í sjálfu sér gerum við það ekki en öll lið sem taka þátt í keppni hljóta að stefna að því að vinna leiki og Fjölnir er lið sem ætti að vera í 1.deildinni. En eins og við vitum þá þarf umhverfið og grunnurinn að vera góður áður en maður byggir hús á honum. Hópurinn þarf líka að vera samstilltur og stefna í sömu átt og þjálfararnir ef að fólk vill ná árangri. Það eru þessir hutir sem að við félagarnir erum að vinna í þ.e.a.s. bæta grunninn og félagið er að vinna í því að bæta umhverfi stelpnanna.“

Hver eru markmið liðsins í sumar?

„Við erum náttúrulega í þessu til þess að vinna leiki. Þannig að markmiðinn okkar eru að undirbúa liðið vel fyrir sumarið, bæta leikmennina, fara í alla leiki til þess að vinna og eftir sumarið kemur í ljós hvar við stöndum sem lið.“

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

„Það hefur gengið ágætlega með þessum skemmtilegu stoppum sem að allir hafa fundið fyrir. En stelpurnar eru búnar að vera duglegar og lagt hart að sér í að undirbúa sig fyrir tímabilið sem framundan er.“

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?

„Nei, en það hefur aðeins bæst í hópinn hjá okkur. Við fengum leikmenn til okkar til þess að auka samkeppnina í hópnum og til þess að styrkja okkur á ákveðnum stöðum.“

Hvernig eigið þið von á að deildin spilist?

„Það er hætt við því að deildin verði dálítið tvískipt en það skal engin vanmeta neinn í þessari deild því að liðin eru búinn að undirbúa sig vel fyrir komandi átök. En svo að sökum leikjafjölda þá má ekki mikið klikka ef þú ætlar þér eitthvað langt. Svo hafa lið verið dugleg í því að styrkja sig með erlendum leikmönnum þannig að það getur allt gerst í þessari deild.“

Hvað finnst ykkur um mótafyrirkomulagið í ár?

„Okkur finnst dálítið sorglegt að þetta hafi verið niðurstaðan. Við erum á því að það hafi ekki verið neitt mál að spila tvöfalda umferð því að við erum með 5 mánuði til þess að gera það. 4-5 leikir á mánuði, ekkert mál. Að hugsa sér að 4., 3. og 2.fl.kv hjá Fjölni spili fleiri leiki en meistaraflokkur félagsins. Það er bara eitthvað rangt við það. Við berum mikla virðingu fyrir því góða fólki sem vinnur í þessum málum niður í KSÍ en okkur finnst að niðurstaðan hefði getað verið önnur. Svo líka að 2.deild kvenna sé eina kvennadeildin sem er með ákvæði að það megi víkja frá reglunni að það eigi að leika heima og að heiman, er óvirðing fyrir starfi félaganna sem eru í þessari deild."

“29.1.5 Í öllum deildum er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni. Heimilt er í 2. deild að víkja frá þessu ákvæði” Vill taka það fram að þetta ákvæði er ekki bara í 2.deild kvenna heldur líka í 4.deild karla.

„Fólk verður að gera sér grein fyrir því að liðin í þessari deild hafa ekki verið að æfa minna en liðin í deildunum fyrir ofan, þetta er ekki bara einhver hobbý-deild. Það er fullt af góðum leikmönnum og þjálfurum í þessari deild sem eru metnaðarfullir og vilja ná árangri.“

„En að lokum viljum við óska öllum þjálfurum og knattspyrnufólki góðs gengis í sumar.“


Komnar:
Adna Mesetovic frá Augnabliki
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir frá Aftureldingu
Margrét Ingþórsdóttir frá Grindavík
Ólína Hilmarsdóttir frá Aftureldingu
Elín Björnsdóttir frá Fram
Ísabella Halldórsdóttir frá Fylki á láni
Eva María Smáradóttir frá Aftureldingu á láni
Inga Sigurz frá Breiðabliki á láni

Farnar:

Fyrstu leikir Fjölnis:
14. maí KM - Fjölnir
22. maí Fjölnir – Einherji
29. maí Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner