Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski vill nýja áskorun - Ætlar ekki að framlengja
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Bayern München og vill ólmur komast til Barcelona í sumar en BILD og Sky í Þýskalandi greina frá.

Átta ára eru síðan Lewandowski var keyptur til Bayern frá Borussia Dortmund en síðan þá hefur hann skorað 237 deildarmörk í aðeins 252 leikjum.

Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Bayern og vill núna róa á önnur mið.

Bayern hefur síðustu mánuði reynt að sannfæra Lewandowski um að framlengja dvölina en hann er með önnur plön og vill fá nýja áskorun en samningur hans gildir út næsta tímabil.

Lewandowski vill komast til Spánar og spila fyrir Barcelona en hann vonast til að það verði að veruleika í sumar í stað þess að fara á frjálsri sölu á næsta ári.

Pólski framherjinn var valinn besti leikmaður heims af FIFA tvö ár í röð og hefur verið í röð bestu framherja heims síðasta áratuginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner