Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 12. júlí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Lazio íhugar að leggja fram kvörtun til FIFA vegna Club Brugge
Vedat Muriqi í leik með Lazio
Vedat Muriqi í leik með Lazio
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Lazio er afar ósátt með belgíska félagið Club Brugge en félagið hætti við kaup á Vedat Muriqi, framherja félagsins. Hann var sagður hafa komið illa út úr læknisskoðun en Lazio vísar því til föðurhúsanna.

Brugge hefur verið í alls konar basli síðasta mánuðinn. Félagið fékk til sín ensku framherjana Benik Afobe og Andy Carroll í síðasta mánuði og var reiðubúið að semja við þá báða.

Carroll, sem var ný kominn úr brúðkaupsferð sinni, kom illa út úr læknsskoðun Brugge og var sendur heim á meðan Afobe ákvað að hætta við að ganga til liðs við félagið af fjölskylduástæðum.

Brugge leitaði því til Ítalíu og komst að samkomulagi við Lazio um að kaupa Muriqi.

Hann mætti til Belgíu og var búinn að ganga frá samningum en þá hætti Brugge við kaupin þar sem hann kom ekki vel út úr læknisskoðun.

Muriqi var því sendur heim til Ítalíu en þessi svör Brugge koma ekki heim og saman. Lazio sendi Muriqi í læknisskoðun þegar hann snéri aftur til Rómar og kom í ljós að hann er í góðu líkamlegu ástandi.

Lazio er að skoða það að leggja fram kvörtun til FIFA vegna málsins en félagið telur að Brugge hafi notað læknisskoðunina sem afsökun til að hætta við kaupin.
Athugasemdir
banner
banner