Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. ágúst 2022 09:09
Elvar Geir Magnússon
Anzhi Makhachkala að þurrkast út
Samuel Eto'o í leik með Anzhi.
Samuel Eto'o í leik með Anzhi.
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið Anzhi Makhachkala fékk ekki keppnisleyfi frá fótboltasambandinu og mun því ekki að taka þátt í 3. deildinni í Rússlandi á þessu tímabili.

Anzhi skaust skyndilega fram á stóra svið fótboltans fyrir rúmum áratug eftir að ólígarkinn Suleiman Kerimov keypti félagið og dældi í það peningum til að koma því í allra fremstu röð í Evrópu. Kerimov opnaði veskið og keypti stjörnur á borð við Roberto Carlos, Samuel Eto'o, Willian og Lassana Diarra.

Tímabilið 2012/13 lék Anzhi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og vann meðal annars 1-0 sigur gegn Liverpool. Anzhi féll út í 16-liða úrslitum keppninnar.

Ári síðar fór Kerimov að óttast fjárhagsreglur UEFA og stærstu stjörnurnar voru seldar. Gengi liðsins varð verra og á endanum ákvað Kerimov að selja félagið 2016.

Liðið hrapaði niður í 3. deild Rússlands og fjárhagsvandræði gera það að verkum að það fær ekki lengur leyfi til að vera skráð sem atvinnumannalið, það er einfaldlega að þurrkast út.
Athugasemdir
banner
banner
banner