Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. ágúst 2022 20:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Telma Hjaltalín hetja FH
Telma Hjaltalín t.v. á landsliðsæfingu árið 2018
Telma Hjaltalín t.v. á landsliðsæfingu árið 2018
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH 1 - 0 Augnablik
1-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('70 )


FH hefur náð mögnuðum árangri í Lengjudeild kvenna í ár en eftir fjórtán umferðir er liðið enn taplaust.

Liðið mætti Augnabliki sem er í 8. sæti deildarinnar, í Kaplakrika í kvöld. FH var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skora, markalaust í hálfleik.

Herdís Halla Guðbjartsdóttir í marki Augnabliks átti frábæran leik.

Hún var hins vegar loks sigruð á 70. mínútu þegar Telma Hjaltalín Þrastardóttir var komin ein í gegn og setti boltann framhjá Herdísi.

Það reyndist eina mark leiksins. Hetjuleg barátta Augnabliks en FH enn ósigrað.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner