Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. september 2020 20:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunni segir hitamál innan félagsins ekki hafa áhrif: Umgjörðin um liðið er góð núna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar í Reykjavík, var spurður út í hitamál innan félagsins undir lok viðtals eftir 1-1 jafntefli gegn Magna á Grenivík. Liðin mættust í botnbaráttuslag í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn.

„Hauk­ur Magnús­son fyrr­ver­andi formaður Þrótt­ar úr Reykja­vík er ekki sátt­ur með hvernig hon­um hafi verið bolað út úr fé­lag­inu af stjórn þess," segir í inngangi greinar mbl.is sem tengist málinu og í greininni er svo skrifað upp viðtal við Hauk sem er fyrrverandi formaður Þróttar.

Lestu um málið:
„Það er eitt­hvað að hjá þessu fé­lagi“ [mbl.is]
Ólga í Laugardalnum: Formanninum bolað út [433.is]

Getur Gunnar eitthvað tjáð sig um þetta mál?

„Nei ég get ekki tjáð mig um það. Ég er bara þjálfari liðsins og einbeiti mér að því verkefni að vinna með leikmönnum liðsins. Hitt er ekki í mínum höndum og kemur mér ekki við - ég sinni bara mínu starfi og hef ekkert um hitt að segja," sagði Gunni.

Hefur þetta haft einhver áhrif á liðið eða leikmannahópinn?

„Nei við höfum verið mjög einbeittir á okkar verkefni. Umgjörðin er góð utan um liðið núna, þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Gunni Guðmunds: Blendnar tilfinningar - Auðvitað viljum við víti
Athugasemdir
banner
banner