sun 12. september 2021 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær segir það mikilvægt að stýra álaginu á Ronaldo
Cristiano Ronaldo skoraði tvö um helgina
Cristiano Ronaldo skoraði tvö um helgina
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo mun ekki spila alla leiki fyrir Manchester United en þetta segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri félagsins.

Ronaldo skoraði tvö mörk í endurkomu sinni á Old Trafford en þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið í tólf ár.

Solskjær ætlar þó að huga vel að honum og passa sig á að ofkeyra ekki portúgölsku stjörnuna.

„Málið með Cristiano er að hann hugsar vel um sig og ég veit að hann er fljótur að jafna sig. Hann er búinn að klára undirbúningstímabilið en auðvitað er mikilvægt að allir séu klárir og að koma honum í gang með að gefa honum 90 mínútu," sagði Solskjær.

„Það er leikur á þriðjudag gegn Young Boys. Við munum sjá til hvað við gerum en það er ómögulegt að hafa hann ekki í hóp. Hann er 36 ára og Mason er 19 ára. Ég verð að stjórna mínútunum þeirra," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner