Á hverjum degi býður Powerade þér upp á helstu slúðurmolana úr hinum ýmsu fjölmiðlum.
Angel Gomes (24) miðjumaður Lille er kominn efstur á óskalista Newcastle. Liverpool, Tottenham og Borussia Dortmund hafa einnig áhuga á leikmanninum sem lék fantavel fyrir enska landsliðið í nýliðnum glugga. (Sun)
West Ham býr sig undir að fá tilboð frá Galatasaray í ítalska varnarmanninn Emerson Palmieri (30). (Football Insider)
Emerson mun ekki yfirgefa West Ham og halda til Tyrklands þar sem hann er ánægður hjá Lundúnafélaginu. (Fabrizio Romano)
Franski varnarmaðurinn Wesley Fofana (23) segist hafa íhugað að yfirgefa Chelsea í sumar og fara heim til Marseille. (Free Foot)
Manchester City, Chelsea og Liverpool hafa áhuga á enska miðjumanninum Chris Rigg (17) hjá Sunderland. (Givemesport)
Enska fótboltasamabandið hefur rætt við ýmsa stjóra þrátt fyrir góða sigra undir stjórn bráðabirgðaþjálfarans Lee Carsley. (Telegraph)
Gareth Southgate fyrrum landsliðsþjálfari Englands segir að næsta starf hans verði mögulega ekki í fótboltanum. (Sky News)
Mauricio Pochettino mun fá sex milljónir Bandaríkjadala á ári fyrir að þjálfa bandaríska landsliðið. (ESPN)
FIFA er í viðræðum um að stækka HM kvenna í 48 lið frá og með 2031. Þá yrðu jafnmörg lið á HM í karla- og kvennaflokki. (Telegraph)
Max Eberl íþróttastjóri Bayern München segir að þýska félagið muni ræða frekar við Jamal Musiala (21) um framlengingu á samningi hans. Musiala hefur verið orðaður við Manchester City. (90 min)
Chelsea og Tottenham hafa áfram áhuga á danska varnarmanninum Patrick Dorgu (19) hjá Lecce en hann er metinn á 34 milljónir punda. (La Gazzetta dello Sport)
Tottenham, Newcastle and Arsenal reyna öll að fá kanadíska framherjann Jonathan David (24) frá Lille. Juventus hefur einnig áhuga. (TuttoJuve)
Chelsea hefur mikinn áhuga á brasilíska varnarmanninum Vanderson (23) hjá Mónakó. Manchester United og Tottenham fylgjast líka grannt með honum. (Caughtoffside)
Athugasemdir