Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   lau 12. október 2024 13:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjar Kristmunds stýrir Ólsurum áfram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Brynjar Kristmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Víking Ólafsvík en hann hefur verið þjálfari liðsins undanfarin tvö ár.


Víkingur var í harðri baráttu í sumar um að komast upp í Lengjudeildina en liðið endaði í 4. sæti í 2. deild aðeins einu stigi frá því að komast upp.

Brynjar hóf þjálfaraferil sinn með Reyni Hellissandi árið 2022 áður en hann fór til Ólafsvíkur.

„Það er mikið gleðiefni að Brynjar hafi ákveðið að halda kyrru fyrir í Ólafsvík og við erum spenn að fylgjast áfram með framþróun liðsins," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner