Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho vill mæta Bayern aftur: Hræðist okkur í febrúar
Mynd: Getty Images
Tottenham tapaði 3-1 gegn FC Bayern í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni og var Jose Mourinho hress að leikslokum þrátt fyrir tap.

Bæði lið mættu með hálfgert varalið til leiks þar sem úrslit riðilsins voru ráðin fyrir viðureignina. Bayern endaði á toppi riðilsins með fullt hús stiga og 19 mörk í plús, sem er met frá upphafi keppninnar.

„Þau lið sem vinna sína riðla vilja ekki spila við okkur. Við erum eitt af sterkustu liðunum sem enduðu í öðru sæti í riðlakeppninni," sagði Mourinho eftir tapið.

„Núna verður smá brjálæði í kringum jólin en ég get sagt ykkur það að í febrúar mun ég þekkja leikmenn mína betur og þeir munu þekkja mig betur. Við verðum klárir í slaginn í febrúar, önnur félög ættu að hræðast okkur.

„Ég vona að við mætum Bayern aftur í þessari keppni, hvort sem það er í 8-liða úrslitum eða undanúrslitum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner