Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 13. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Bjarna: Mikil óvissa í langan tíma sem var slæmt og mjög erfitt
Gekk í raðir Sirius fyrir tæpu ári síðan.
Gekk í raðir Sirius fyrir tæpu ári síðan.
Mynd: Sirius
Aron átti frábært tímabil með Val árið 2020.
Aron átti frábært tímabil með Val árið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mig langar að taka undirbúningstímabilið hér og sjá hvernig ég stend, ná mér alveg heilum og keyra á þetta úti.
Mig langar að taka undirbúningstímabilið hér og sjá hvernig ég stend, ná mér alveg heilum og keyra á þetta úti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason gekk í raðir Sirius frá ungverska félaginu Ujpest fyrir tímabilið 2021. Tímabilið var langt hjá Aroni þar sem hann var svo gott sem allt tímabilið frá vegna meiðsla og gat ekki hjálpað liðinu inn á vellinum. Hann kom þó til baka fyrir lokaleikina og kom við sögu í tveimur síðustu leikjunum.

Aron, sem er 26 ára kantmaður, ræddi við Fótbolta.net í vikunni og fór yfir meiðslin og ýmislegt fleira.

„Staðan er bara góð myndi ég segja núna. Ég er búinn að vera í fríi núna á Íslandi og við byrjum að æfa í þessari viku. Ég er 100% í rauninni og hef verið frá því í lok síðasta tímabils. Ég kom inn á í síðustu tveimur leikjunum og var þá kannski ekki alveg orðinn klár en alveg að verða það. Ég myndi segja að ég væri orðinn góður núna," sagði Aron.

Tók langan tíma að finn út hvað væri að hrjá Aron
Hvernig var að þurfa fylgjast með af hliðarlínunni á síðasta tímabili?

„Það var náttúrulega bara hrikalegt, meiðist einhverjum fjórum dögum fyrir fyrsta leik og þeir fundu ekki út úr þessu til að byrja með. Ég átti að reyna að æfa til að byrja með en það gekk ekkert. Þeir fundu ekki út úr þessu fyrr en í júlí (mótið byrjaði snemma í apríl) og ég fór í aðgerð í ágúst. Þetta var mikil óvissa í langan tíma sem var slæmt og mjög erfitt."

„Það þurfti að fjarlæga lítið bein aftan í ökklanum sem var að valda einhverjum þrýstingi. Það var í rauninni það sem var að. Þetta var sársauki við það að spretta, ég gat joggað en gat ekki farið á fulla ferð og ég gat ekki skotið með vinstri."

„Það var mjög svekkjandi að geta ekki verið með. Þetta leit mjög vel út fyrir mig fyrir tímabilið. Ég átti að fá stórt hlutverk. Að vera í svona óvissu, að vera ekki með tímaramma á meiðslunum, er enn verra. Ég gat verið eitthvað á Íslandi þannig það hjálpaði aðeins til."


Rétti liðsfélaga sínum boltann
Aron átti sendingu á liðsfélaga sinn sem svo fiskaði vítaspyrnu í leik gegn Häcken í næstsíðustu umferð. Aron átti svo að taka vítaspyrnuna.

„Ég fékk boltann í hendurnar en það var einn sem var að spila síðasta leikinn sinn fyrir félagið þannig að hann fékk að taka vítið. Það hefði verið skemmtilegt að taka vítið en ég er kannski stimplaður sem meiri liðsmaður fyrir vikið. Þetta skipti ekki öllu, það var fínt að fá að spila nokkrar mínútur í lok tímabilsins. Ég var þá strax kominn með hugann við næsta tímabil."

Þriðja lélegasta vörnin
Sirius endaði í 11. sæti á síðasta tímabili, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Hvað er markmiðið fyrir komandi tímabil?

„Þetta er nokkuð spennandi félag og alveg tækifæri til að gera betur. Liðið hefur verið að spila fínan bolta en við þyrftum kannski að vera öflugri varnarlega. Með betri varnarleik þá held ég að liðið geti fært sig ofar í töflunni."

Liðið fékk á sig 53 mörk og einungis liðin í neðstu tveimur sætunum fengu á sig fleiri.

Ætlar að keyra á þetta úti
Kom einhvern tímann upp á síðasta tímabili að þig langaði að fara til Íslands og spila hér á landi 2022?

„Nei, mig langar að taka undirbúningstímabilið hér og sjá hvernig ég stend, ná mér alveg heilum og keyra á þetta úti. Síðan verður að koma í ljós hvernig staðan á mér verður þegar tímabilið byrjar. Ég hef ekki hugsað mikið út í það núna. Hugurinn hefur verið við það að ná mér heilum og ná að spila einhverja leiki með Sirius."

„Ég skynja það frá þjálfurunum að þeir treysta á mig. Ég þarf að koma mér í gang, ná að æfa val og sýna þeim að ég er sami leikmaður og þeir fengu til félagsins og verð enn betri."


Var eitthvað talað við þig fyrir landsliðsverkefnið sem er nú í gangi?

„Nei, það var ekkert talað við mig um það. Það er bara að stefna á þetta á næsta ári," sagði Aron að lokum.

Viðtal við Aron um Ujpest:
Myndi ekki ráðleggja ungum íslenskum leikmanni að fara þangað (9. feb '21)
Athugasemdir
banner
banner
banner