þri 09. febrúar 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Myndi ekki ráðleggja ungum íslenskum leikmanni að fara þangað"
Við undirskrift í Ungverjalandi
Við undirskrift í Ungverjalandi
Mynd: Ujpest
Aron Bjarnason var um helgina keyptur frá Ujpest til Sirius. Þar með lauk veru Arons hjá Ungverjalandi en hún hófst fyrir einu og hálfu ári síðan þegar hann var keyptur frá Breiðabliki um mitt sumar.

Aron er 25 ára sóknarmaður sem kom að láni til Vals fyrir síðasta tímabil og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendafélaginu. Viðtal við Aron var birt í gær þar sem hann ræddi félagaskiptin til Svíþjóðar.

Viðtalið við Aron:
„Fann það mjög fljótt að ég var ekki hátt skrifaður hjá félaginu"

Svar Arons við lokaspurningunni birtist hér að neðan en hún var tvíþætt. Sú fyrir hljóðar svo: Hvernig lítur þú á tímann þinn í Ungverjalandi í heild sinni?

„Maður er reynslunni ríkari eftir tímann þar og tækifæri sem ég sé ekki eftir að hafa stokkið á. Maður kynntist atvinnumennsku í fyrsta skipti og maður lærði mikið," sagði Aron.

Og svo í kjölfarið: Myndiru ráðleggja ungum íslenskum leikmanni að stökkva á tilboðið ef það kæmi þaðan?

„Ég myndi ekki ráðleggja ungum íslenskum leikmanni að fara þangað, en það þarf auðvitað að skoða það eftir því hvaða félag það væri."

Viðtalið við Aron:
„Fann það mjög fljótt að ég var ekki hátt skrifaður hjá félaginu"
Athugasemdir
banner
banner