fim 13. febrúar 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kominn tími á að dýfa sér með höfuðið á undan"
Man City er á toppnum í úrvalsdeild kvenna í Englandi.
Man City er á toppnum í úrvalsdeild kvenna í Englandi.
Mynd: Getty Images
María Þórisdóttir leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
María Þórisdóttir leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Suzy Wrack skrifar pistil fyrir The Guardian þar sem hún veltir því fyrir sér hvers vegna félög á Englandi eru ekki að fjárfesta meira í kvennaliðunum sínum.

Uppgangurinn hefur verið mikill í enskum kvennafótbolta undanfarin ár, en Wrack telur að félög geti gert meira svo umgjörðin í kringum kvennaboltann verði betri.

„Slæmir vellir, lág laun og aðstæður sem eru langt á eftir aðstæðum hjá karlaliðunum eru algeng vandamál - og það þarf að breytast," skrifar Wrack.

Hún segir að ekki sé boðlegt að spila á mörgum þeim völlum sem spilað er á í úrvalsdeild kvenna á Englandi. Það hefur þurft að fresta mörgum leikjum út af því.

Til að mynda þá þurfti Liverpool að spila í Wales gegn Arsenal í kvöld þar sem heimavöllur liðsins, Prenton Park, sem er einnig heimavöllur karlaliðs Tranmere Rovers, er í svo slæmu standi. Það sást þegar Tranmere spilaði Manchester United í FA-bikarnum á dögunum.

Wrack skilur ekki hvers vegna félög fjárfesti ekki almennilega í liðum sínum. Slæmir vellir séu ekki eina vandamálið. Stuttir samningar, lág laun og þær aðstæður sem mörg kvennalið búa yfir eru líka vandamál.

Hún tekur knattspyrnusambandið líka fyrir, segir það hafa verið sofandi á meðan deildin hefur vaxið. Dómararnir eru ekki í fullu starfi og gera mörg mistök. „Það líður ekki ein helgi án fullt af mistökum," skrifar Wrack.

Sjá einnig:
Ótrúlegur dómur á Englandi - „Að eyðileggja leikinn"

„Það er búið að vinna rökfærsluna fyrir af hverju það ætti að fjárfesta, mikið af fólki mætir á völlinn, það er mikið horft í sjónvarpi, styrktaraðilar eru með; það er kominn tími á að félögin og knattspyrnusambandið dýfi sér með höfuðið á undan, frekar en að taka því rólega," skrifar Wrack.

Pistil hennar má nálgast hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner