Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 13. apríl 2014 14:31
Daníel Freyr Jónsson
England: Coutinho tryggði Liverpool fimm stiga forystu
Martin Skrtel skoraði annað mark Liverpool.
Martin Skrtel skoraði annað mark Liverpool.
Mynd: Getty Images
Coutinho skorar sigurmark Liverpool.
Coutinho skorar sigurmark Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool 3 - 2 Manchester City
1-0 Raheem Sterling ('6 )
2-0 Martin Skrtel ('26 )
2-1 David Silva ('57 )
2-2 Glen Johnson ('63 , sjálfsmark)
3-2 Philippe Coutinho ('78 )

Rautt spjald: Jordan Henderson (´90)

Liverpool er í kjörstöðu til að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 24 ár eftir að hafa lagt Manchester City að velli í frábærum knattspyrnuleik á Anfield í dag.

Veislan var varla hafin þegar Raheem Sterling kom heimamönnum yfir með laglegu marki eftir góða stungusendingu frá Luis Suarez.

Martin Skrtel kom Liverpool í 2-0 á 26. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu og virtist lið City eiga fá svör við öflugu liði heimamanna.

Það breyttist hinvsegar í síðari hálfleik þar sem City tók völdin á vellinum og tókst að jafna metin með tveimur mörkum með skömmu millibili.

Fyrst var það David Silva sem skoraði eftir fráblrt samspil áður en Glen Johnson gerði sjálfsmark eftir mikinn sóknarþunga gestanna.

Þrátt fyrir yfirburði City í síðari hálfleik tókst Liverpool að krækja í sigurinn þökk sé slæmum varnarmistökum Vincent Kompany í vörn City. Belginn átti þá slæma hreinsum og hrökk boltinn fyrir fætur Coutinho sem stýrði boltanum í netið. Var það fyrsta markskot Liverpool í síðari hálfleik.

Liverpool kláraði leikinn manni færri eftir að Jordan Henderson var réttilega vikið af velli fyrir ljóta tæklingu. Missir hann af næstu þremur leikjum liðsins.

Liverpool er eftir sigurinn með 77 stig og hefur 5 stiga forystu á Chelsea í 2. sæti og 7 stiga forystu á City. City á þó tvo leiki til góða, en ljóst er að titillbaráttan hefur snúist Liverpool í hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner