Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 13. apríl 2024 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli: Ég hefði farið með sama hver það hefði verið
,,Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn"
Elmar í leiknum í dag.
Elmar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sannur fyrirliði.
Sannur fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svolítið svekktur með okkur eftir ágætan fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur kannski ekki mikið en vorum í góðu shape-i varnarlega. Við náum ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik, fáum mark á okkur snemma sem var ekki það sem við lögðum upp með. Það var blaut tuska í andlitið á okkur," sagði Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, eftir tap gegn Breiðabliki í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og kannski skapa sér meira en við. Við ætluðum að vera þéttir til baka og gerðum það vel í fyrri hálfleik. Við fáum fyrsta markið á okkur snemma í seinni og svo klaufalegt víti. Eftir það var þetta þungur róður."

Markatalan hjá Vestra er 0-6 eftir tvo leiki. „Við eigum helling inni. Við erum svolítið eftir á, eins og allir vita með aðstöðu og ég nenni ekki að tala um það, við getum tekið fullt jákvætt út úr fyrri hálfleiknum í dag."

„Við mættum bara ekki rétt gíraðir út í seinni hálfleikinn fannst mér, þetta var klaufalegt mark sem við eigum ekki að fá á okkur, vorum að loka vel á þetta í fyrri hálfleik. Aulaskapur í rauninni."


Elmar sagðist ekki hafa séð atvikið vel þegar Elvar Baldvinsson fékk rautt spjald. „Eins og þessi lína er þá verður mikið af spjöldum í leikjum hjá okkur. Ég er búinn að brjóta tvisvar af mér í fyrstu tveimur leikjunum og er kominn með tvö gul spjöld. Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn."

Elmar var í lok viðtals spurður út í atvik í liðinni viku þar sem hann fór með liðsfélaga sínum, Sergine Fall, frá Hólmavík til Reykjavíkur eftir að bíllinn sem Fall var í hafði oltið.

„Nei nei, aldrei spurning um að fara með, sama hver það hefði verið í liðinu, ég hefði alltaf farið með honum. Eins og hefur komið fram þá erum við mjög nánir [kom fram í viðtali á Vísi] og ekki spurning - ég hefði gert það fyrir hvern sem er í liðinu."

„Þetta eru allt toppmenn og mér þykir vænt um þá alla. Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég,"
sagði Elmar að lokum.
   08.04.2024 12:01
Vestri lenti í bílveltu eftir leik - Leikmaður fluttur á sjúkrahús í bænum

Athugasemdir
banner
banner
banner