Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 13. apríl 2024 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli: Ég hefði farið með sama hver það hefði verið
,,Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn"
Elmar í leiknum í dag.
Elmar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sannur fyrirliði.
Sannur fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svolítið svekktur með okkur eftir ágætan fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur kannski ekki mikið en vorum í góðu shape-i varnarlega. Við náum ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik, fáum mark á okkur snemma sem var ekki það sem við lögðum upp með. Það var blaut tuska í andlitið á okkur," sagði Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, eftir tap gegn Breiðabliki í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og kannski skapa sér meira en við. Við ætluðum að vera þéttir til baka og gerðum það vel í fyrri hálfleik. Við fáum fyrsta markið á okkur snemma í seinni og svo klaufalegt víti. Eftir það var þetta þungur róður."

Markatalan hjá Vestra er 0-6 eftir tvo leiki. „Við eigum helling inni. Við erum svolítið eftir á, eins og allir vita með aðstöðu og ég nenni ekki að tala um það, við getum tekið fullt jákvætt út úr fyrri hálfleiknum í dag."

„Við mættum bara ekki rétt gíraðir út í seinni hálfleikinn fannst mér, þetta var klaufalegt mark sem við eigum ekki að fá á okkur, vorum að loka vel á þetta í fyrri hálfleik. Aulaskapur í rauninni."


Elmar sagðist ekki hafa séð atvikið vel þegar Elvar Baldvinsson fékk rautt spjald. „Eins og þessi lína er þá verður mikið af spjöldum í leikjum hjá okkur. Ég er búinn að brjóta tvisvar af mér í fyrstu tveimur leikjunum og er kominn með tvö gul spjöld. Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn."

Elmar var í lok viðtals spurður út í atvik í liðinni viku þar sem hann fór með liðsfélaga sínum, Sergine Fall, frá Hólmavík til Reykjavíkur eftir að bíllinn sem Fall var í hafði oltið.

„Nei nei, aldrei spurning um að fara með, sama hver það hefði verið í liðinu, ég hefði alltaf farið með honum. Eins og hefur komið fram þá erum við mjög nánir [kom fram í viðtali á Vísi] og ekki spurning - ég hefði gert það fyrir hvern sem er í liðinu."

„Þetta eru allt toppmenn og mér þykir vænt um þá alla. Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég,"
sagði Elmar að lokum.
   08.04.2024 12:01
Vestri lenti í bílveltu eftir leik - Leikmaður fluttur á sjúkrahús í bænum

Athugasemdir
banner