Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 13. apríl 2024 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli: Ég hefði farið með sama hver það hefði verið
,,Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn"
Elmar í leiknum í dag.
Elmar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sannur fyrirliði.
Sannur fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svolítið svekktur með okkur eftir ágætan fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur kannski ekki mikið en vorum í góðu shape-i varnarlega. Við náum ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik, fáum mark á okkur snemma sem var ekki það sem við lögðum upp með. Það var blaut tuska í andlitið á okkur," sagði Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, eftir tap gegn Breiðabliki í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og kannski skapa sér meira en við. Við ætluðum að vera þéttir til baka og gerðum það vel í fyrri hálfleik. Við fáum fyrsta markið á okkur snemma í seinni og svo klaufalegt víti. Eftir það var þetta þungur róður."

Markatalan hjá Vestra er 0-6 eftir tvo leiki. „Við eigum helling inni. Við erum svolítið eftir á, eins og allir vita með aðstöðu og ég nenni ekki að tala um það, við getum tekið fullt jákvætt út úr fyrri hálfleiknum í dag."

„Við mættum bara ekki rétt gíraðir út í seinni hálfleikinn fannst mér, þetta var klaufalegt mark sem við eigum ekki að fá á okkur, vorum að loka vel á þetta í fyrri hálfleik. Aulaskapur í rauninni."


Elmar sagðist ekki hafa séð atvikið vel þegar Elvar Baldvinsson fékk rautt spjald. „Eins og þessi lína er þá verður mikið af spjöldum í leikjum hjá okkur. Ég er búinn að brjóta tvisvar af mér í fyrstu tveimur leikjunum og er kominn með tvö gul spjöld. Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn."

Elmar var í lok viðtals spurður út í atvik í liðinni viku þar sem hann fór með liðsfélaga sínum, Sergine Fall, frá Hólmavík til Reykjavíkur eftir að bíllinn sem Fall var í hafði oltið.

„Nei nei, aldrei spurning um að fara með, sama hver það hefði verið í liðinu, ég hefði alltaf farið með honum. Eins og hefur komið fram þá erum við mjög nánir [kom fram í viðtali á Vísi] og ekki spurning - ég hefði gert það fyrir hvern sem er í liðinu."

„Þetta eru allt toppmenn og mér þykir vænt um þá alla. Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég,"
sagði Elmar að lokum.
   08.04.2024 12:01
Vestri lenti í bílveltu eftir leik - Leikmaður fluttur á sjúkrahús í bænum

Athugasemdir
banner
banner