Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
   lau 13. apríl 2024 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli: Ég hefði farið með sama hver það hefði verið
,,Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn"
Elmar í leiknum í dag.
Elmar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sannur fyrirliði.
Sannur fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svolítið svekktur með okkur eftir ágætan fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur kannski ekki mikið en vorum í góðu shape-i varnarlega. Við náum ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik, fáum mark á okkur snemma sem var ekki það sem við lögðum upp með. Það var blaut tuska í andlitið á okkur," sagði Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, eftir tap gegn Breiðabliki í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og kannski skapa sér meira en við. Við ætluðum að vera þéttir til baka og gerðum það vel í fyrri hálfleik. Við fáum fyrsta markið á okkur snemma í seinni og svo klaufalegt víti. Eftir það var þetta þungur róður."

Markatalan hjá Vestra er 0-6 eftir tvo leiki. „Við eigum helling inni. Við erum svolítið eftir á, eins og allir vita með aðstöðu og ég nenni ekki að tala um það, við getum tekið fullt jákvætt út úr fyrri hálfleiknum í dag."

„Við mættum bara ekki rétt gíraðir út í seinni hálfleikinn fannst mér, þetta var klaufalegt mark sem við eigum ekki að fá á okkur, vorum að loka vel á þetta í fyrri hálfleik. Aulaskapur í rauninni."


Elmar sagðist ekki hafa séð atvikið vel þegar Elvar Baldvinsson fékk rautt spjald. „Eins og þessi lína er þá verður mikið af spjöldum í leikjum hjá okkur. Ég er búinn að brjóta tvisvar af mér í fyrstu tveimur leikjunum og er kominn með tvö gul spjöld. Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn."

Elmar var í lok viðtals spurður út í atvik í liðinni viku þar sem hann fór með liðsfélaga sínum, Sergine Fall, frá Hólmavík til Reykjavíkur eftir að bíllinn sem Fall var í hafði oltið.

„Nei nei, aldrei spurning um að fara með, sama hver það hefði verið í liðinu, ég hefði alltaf farið með honum. Eins og hefur komið fram þá erum við mjög nánir [kom fram í viðtali á Vísi] og ekki spurning - ég hefði gert það fyrir hvern sem er í liðinu."

„Þetta eru allt toppmenn og mér þykir vænt um þá alla. Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég,"
sagði Elmar að lokum.
   08.04.2024 12:01
Vestri lenti í bílveltu eftir leik - Leikmaður fluttur á sjúkrahús í bænum

Athugasemdir
banner