Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 13. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Besta deildin og bikarinn
Blikar mæta nýliðum Vestra
Blikar mæta nýliðum Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tekur á móti FH
KA tekur á móti FH
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er sannkölluð fótboltaveisla um allt land í íslenska boltanum í dag en spilað er í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.

Breiðablik tekur á móti Vestra klukkan 14:00 á Kópavogsvelli en liðin eru að mætast í 2. umferð Bestu deildar karla.

Breiðablik vann fyrsta leik sinn gegn FH á meðan Vestri tapaði fyrir Fram í fyrstu umferðinni.

KA og FH mætast þá klukkan 15:00 á Greifavelli. KA gerði jafntefli við HK í síðustu umferð.

Önnur umferð Mjólkurbikarsins heldur þá áfram með mörgum skemmtilegum leikjum. Leiknir spilar við Aftureldingu og þá mætast Grótta og Njarðvík en alla leiki má sjá hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
14:00 Breiðablik-Vestri (Kópavogsvöllur)
15:00 KA-FH (Greifavöllurinn)

Mjólkurbikar karla
12:00 Tindastóll-Magni (Sauðárkróksvöllur)
13:00 Leiknir R.-Afturelding (Domusnovavöllurinn)
13:00 KÁ-RB (BIRTU völlurinn)
13:00 Árborg-Árbær (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Vængir Júpiters-Þróttur R. (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Grótta-Njarðvík (Vivaldivöllurinn)
14:00 ÍBV-KFG (Hásteinsvöllur)
15:00 KH-Fjölnir (Valsvöllur)
15:30 KV-ÍR (KR-völlur)
16:00 Ægir-Haukar (JÁVERK-völlurinn)
16:00 Höttur/Huginn-Völsungur (Fellavöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
16:30 Haukar-KR (BIRTU völlurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner