Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 13. apríl 2024 12:19
Aksentije Milisic
Sjáðu mörkin: Newcastle skoraði tvö gegn Spurs með afar stuttu millibili
Isak.
Isak.
Mynd: EPA

Newcastle er tveimur mörkum yfir gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni en flautað hefur verið til hálfleiks.


Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn og leiða leikinn því verðskuldað en mörkin tvö komu á einni mínútu.

Alexander Isak skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik en þá gerði Anthony Gordon frábærlega í að vinna boltann og finna Isak með góðri stungusendingu. Isak gerði allt rétt, lék á Micky van de Ven áður en hann þrumaði knettinum í netið.

Innan við tveimur mínútum síðar var Gordon sjálfur búinn að koma Newcastle í tveggja marka forystu en það gerði hann þegar bresku sjónvarpsmennirnir voru enn að endursýna markið hjá Isak.

Gordon fór þá afar illa með Micky van de Ven en Hollendingurinn hefur verið í miklu brasi í leiknum.

Sjáðu markið hjá Isak hér.
Sjáðu markið hjá Gordon hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner