Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. maí 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane fúll og gaf Klopp ekki fimmu
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, kantmaður Liverpool, virtist pirraður eftir leikinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mane var fúll að sjá þrátt fyrir að Liverpool vann leikinn 4-2.

Mane hefur ekki verið sérstakur á tímabilinu og hann byrjaði á bekknum í kvöld. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður að því eftir leik hvað væri að angra Mane.

„Þetta var af því að ég breytti hlutum seint á æfingu í gær. Strákarnir mínir eru vanir því að ég útskýri en þarna gerði ég það ekki. Ég gleymdi að gera það. Þetta er allt í góðu," sagði Klopp.

Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, segir að Mane hafi sýnt vanvirðingu.

„Þetta er vanvirðing og ef ég væri stjóri liðsins, þá væri ég ekki ánægður. Hann ætti að sýna virðingu, þetta er vanvirðing í garð stjórans og félagsins," sagði Souness.

Hér að neðan má sjá myndband.


Athugasemdir
banner
banner
banner