Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. maí 2021 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Xavi framlengir um tvö ár hjá Al-Sadd
Mynd: Getty Images
Xavi Hernandez, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur ákveðið að framlengja samning sinn sem aðalþjálfari Al-Sadd í Katar um tvö ár.

Það minnkar líkurnar talsvert á því að hann verði næsti stjóri Barcelona. Ronald Koeman er sagður valtur í sessi og líkur taldar á því að leitað verði annað í Katalóníu fyrir næstu leiktíð.

Xavi tók við stjórnartaumunum hjá Al-Sadd árið 2019 eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Al-Sadd var ósigrað í deildinni og vann hana sannfærandi í síðasta mánuði.

Xaxi hefur verið óþægur ljár í þúfu Heimis Hallgrímssonar, aðalþálfara Al Arabi. Xavi hefur unnið úrslitaleiki gegn Heimi og á dögunum sló Al-Sadd lið Al Arabi út í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner