Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America hefst í kvöld - Sýnt á Viaplay
Mynd: EPA
Það er sannkölluð fótboltaveisla í sumar og það bætist bara við flóruna frá og með deginum í dag.

Copa America, Suður-Ameríkubikarinn, hefst nefnilega í dag. Opnunarleikurinn er klukkan 21:00 í kvöld þar sem Brasilía tekur á móti Venesúela. Mótið er sýnt á Viaplay.

sunnudagur 13. júní

COPA AMERICA: Group B
21:00 Brasilía - Venezuela (Viaplay

Copa America var án gestgjafa 13 dögum fyrir mót. Mótið átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu, en það þurfti að færa það. Kólumbía missti gestgjafaréttinn vegna mikilla og harðra mótmæla í garð ríkisstjórnar landsins. Covid-19 ástandið í Argentínu er sérstaklega slæmt og því var ákveðið að færa það þaðan.

Mótið fer fram í Brasilíu en Brassarnir eru ríkjandi meistarar. Eins og venjulega eru Argentína og Brasilía líklegust til afreka á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner