Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. júní 2022 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Kenyon leiðir hóp sem ætlar að kaupa Everton
Peter Kenyon
Peter Kenyon
Mynd: Getty Images
Peter Kenyon, fyrrum framkvæmdastjóri Chelsea og Manchester United, fer fyrir fjárfestingahópi sem ætlar að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Þetta kemur fram í Telegraph.

Kenyon sat í stjórn United frá 1997 til 2000 áður en hann var gerður að framkvæmdastjóra.

Hann starfaði þar til 2003 áður en flutti sig yfir til Chelsea til að gegna sömu stöðu. Kenyon gegndi stöðunni til 2009 áður en hann hætti störfum.

Nú fer hann fyrir fjárfestingahópi sem reynir nú að gera tilraun til að kaupa Everton. Bandarísku viðskiptamennirnir Maciek Kaminski og John Thornton eru í þeim hópi. Thornton er stjórnarformaður Barrick Gold, eins stærsta námufyrirtækis heimsins, en það er metið á 31 milljarð punda.

Viðræðurnar eru ekki komnar langt á veg en Farhad Moshiri, eigandi Everton, er opinn fyrir því að selja félagið sem er metið á 500 milljónir punda.

Áður en lengra er haldið vill Kenyon fá það tryggt að Everton eigi ekki von á stig verði dregin af félaginu eða það hljóti sekt fyrir brot á fjárlögum FFP.

Síðustu ár hefur Kenyon unnið sem sérstakur ráðgjafi í gegnum fyrirtæki hans, Opto Advisers, en hann hefur komið að kaupferli Paris Saint-Germain og Wolves, auk þess sem hann hefur unnið með Atlético Madríd og Middlesbrough. Hann fór þá fyrir hópi fjárfesta sem reyndi að kaupa Newcastle en krónsprinn í Sádi-Arabíu hafði betur í þeirri baráttu.
Athugasemdir
banner
banner