Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 13. ágúst 2020 18:07
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Leipzig og Atletico: Diego Costa byrjar
Mynd: Getty Images
Nú styttist í leik RB Leipzig og Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Estadio Jose Alvalade vellinum í Portúgal en þar fer öll útsláttarkeppnin fram.

Leipzig vann Tottenham í 16-liða úrslitunum á meðan Atletico Madrid skellti Liverpool en bæði þessi einvígi kláruðust áður en deildirnar fóru í stopp.

Spænski leikmaðurinn Dani Olmo er í byrjunarliðinu hjá þjóðverjunum og þá er Angelino einnig á sínum stað í vinstri vængbakvarðar stöðunni en hann kom til liðsins frá Manchester City.

Hjá Atletico Madrid eru þeir Angel Correa og Sime Vrsaljko ekki í leikmannahópnum en þeir greindust með kórónu veirunar og sitja því eftir heima. Diego Costa leiðir framlínu Madrid en Alvaro Morata og Joao Felix eru á bekknum.

Byrjunarlið RB Leipzig: Gulacsi, Klostermann, Upamecano, Halstenberg, Sabitzer, Laimer, Kampl, Angelino, Nkunku, Poulsen, Olmo.
(Varamenn: Orban, Haidara, Forsberg, Adams, Lookman, Schick, Mukiele, Mvogo, Tschauner, Borkowski)

Byrjunarlið Atletico Madrid: Oblak, Trippier, Savic, Gimenez, Lodi, Koke, Herrera, Saul, Carrasco, Llorente, Costa.
(Varamenn: Arias, Thomas, Felix, Morata, Lemar, Saponjic, Felipe, Vitolo, Hermoso, Sanchez, Moya)

Sjá einnig:
Meistaraspáin - RB Leipzig eða Atletico Madrid?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner