Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. ágúst 2020 11:53
Elvar Geir Magnússon
Gunni samloka: Óskiljanlegt rugl að ætla að banna viðtöl
Gunnar Sigurðarson.
Gunnar Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðildarfélögum KSÍ var tilkynnt það í gær að aðeins rétthafinn mætti taka viðtöl við leikmenn eða þjálfara eftir leiki þegar íslenski boltinn fer aftur af stað.

Gunnar Sigurðarson, oft þekktur sem Gunni samloka, hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum en hann segir að um sé að ræða óskiljanlegt rugl ef satt reynist.

„Það er óskiljanlegt rugl, ef rétt reynist, að KSÍ ætli að Covid-banna öllum fjölmiðlum, nema einum, að taka viðtal við þjálfara/leikmenn eftir fótboltaleiki," skrifar Gunnar á Twitter.

„Meira að segja Almannavarnir heimila öðrum fjölmiðlum en Birni Inga á Viljanum að sækja þeirra fundi."

„Ég held að þarna c ÍSÍ með allt niðrum sig, að setja handahófskennd og þrengri skilyrði en heilbrigðisyfirvöld er að fara fram á. Það á að ganga í þetta og leiðrétta þetta bull."

Ekki hefur verið gefið út af KSÍ hvort fjölmiðlaviðtöl (önnur en hjá Stöð 2 Sport í Pepsi Max-deildinni) verða bönnuð eftir leiki en búast má við leiðbeiningum frá KSÍ í dag. Yfirvöld hafa ekkert gefið út um það að viðtöl eigi að vera bönnuð.

„Með enga áhorfendur er umfjöllun fjölmiðla enn mikilvægari en nú mega bara rétthafar taka viðtöl eftir leiki en ekki Fótbolti.net sem er eini fjölmiðiðillinn sem hefur sinnt Lengjudeildinni. Er eitthvað líklegra að smitast frá .net en Stöð2Sport?," skrifaði Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings í Ólafsvík, á Twitter í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner