Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 13. september 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tekur Magnús Már við Þór?
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Þór frá Akureyri er í þjálfaraleit eftir að Orri Freyr Hjaltalín var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson ræddu þjálfaramálin hjá Þór í Lengjudeildarmörkunum á Hringbraut.

Hörður heyrði frá því að Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar væri undir smásjá Þórs.

„Ég fékk þau tíðindi að hann væri einn af þeim þjálfurum sem Þór væri að skoða."

Hrafnkell telur að það yrði gott skref fyrir báða aðila.

„Gott skref fyrir Þór og Magga. Þá færi hann í klúbb í risa bæjarfélagi, fullt af ungum leikmönnum þeir eru með flottan 2. flokk. Maggi er mjög klókur að sækja erlenda leikmenn, það er það sem hefur verið basl fyrir Þór, að sækja erlenda leikmenn sem styrkja liðið," sagði Hrafnkell.

Sæbjörn Steinke fór yfir þjálfaramál Þórs í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Sæbjörn nefndi tvo menn sem hann hafði heyrt að Þór væri að skoða, þá Jón Þór Hauksson þjálfara Vestra og Sveinn Þór Steingrímsson þjálfara Magna. Sæbjörn er stuðningsmaður Þórs og hann sagðist mjög spenntur fyrir því að fá Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Völsungs.
Útvarpsþátturinn - Þjálfarahræringar í Lengjudeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner