Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 12. september 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarar sem gætu mögulega tekið við Þór
Lengjudeildin
Það er óvíst hvort Jón Þór verði áfram með Vestra. Fer hann í Þorpið?
Það er óvíst hvort Jón Þór verði áfram með Vestra. Fer hann í Þorpið?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Orri Freyr Hjaltalín lét af störfum sem þjálfari Þórs í síðustu viku. „Það er ekki nógu góður árangur myndi ég segja að sé ástæðan fyrir þessari ákvörðun," sagði Orri í samtali við Fótbolta.net.

Því var kastað upp í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær hver myndi taka við liðinu að tímabilinu loknu.

Þeir Jón Stefán Jónsson og Sveinn Elías Jónsson þjálfa liðið út þetta tímabil. Elvar Geir Magnússon sagðist hafa heyrt það að Jón Stefán gæti tekið við liðinu eftir tímabil. Hann er fyrrum þjálfari kvennaliðs Tindastóls en hefur undanfarið starfað fyrir Þór.

Sæbjörn Þór Steinke, sem er stuðningsmaður Þórs, var einnig í útvarpsþættinum og kastaði hann fram þremur nöfnum fram, tvö sem hann hefði heyrt rætt um og eitt sem hann myndi vilja sjá taka við. Þau voru:

Jón Þór Hauksson (Vestri)
Sveinn Þór Steingrímsson (Magni)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Völsungur)

Sæbjörn kom inn á að Jóhann Kristinn væri sá aðili sem hann væri að kasta inn í umræðuna.

Það verður fróðlegt að sjá hver tekur við Þór en árangurinn í sumar hefur alls ekki verið góður. Liðið er í tíunda sæti Lengjudeildarinnar en verður allavega áfram uppi á næstu leiktíð.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Þjálfarahræringar í Lengjudeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner