Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. september 2022 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allar líkur á að Grindavík verði dæmdur sigur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tefldi fram ólöglegum leikmanni þegar liðið mætti Grindavík fyrir rúmri viku síðan. Reynir Freyr Sveinsson spilaði fyrstu 50 mínútur leiksins en hann átti að taka út leikbann í leiknum.

Sjá einnig:
Selfoss tefldi fram ólöglegum leikmanni gegn Grindavík

Reynir var á láni hjá Árborg fyrri hluta tímabilsins. Þar fékk hann þrjú gul spjöld. Hann kom síðan aftur í lið Selfoss og fékk tvö gul spjöld og þar með rautt gegn Þrótti V.

Þannig er mál með vexti að áminningin í þeim leik þurrkast út þar sem hann fékk rautt og var hann því á þremur gulum spjöldum fyrir leikinn gegn Fjölni þann 27. ágúst. Í þeim leik fékk hann gult spjald og var því kominn með fjögur guld spjöld sem gerir það að verkum að hann fær eins leiks bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Niðurstöðu í málinu er að vænta eftir fund aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag. Allar líkur eru á því að Grindavík verði dæmdur sigur í leiknum og fái því stigin þrjú úr leiknum.

Selfoss vann 5 - 3 sigur og er því liðið að öllum líkindum að missa þau þrjú stig sem liðið fékk með því að vinna leikinn.

Grindavík færi með stigunum þremur upp í 5. sæti deildarinnar og Selfoss færi niður í 10. sætið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner