Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. október 2018 12:28
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander-Arnold um Gomez: Eins og hann sé mini-Virgil
Gomez getur bæði leikið sem miðvörður og bakvörður.
Gomez getur bæði leikið sem miðvörður og bakvörður.
Mynd: Getty Images
Það er aðeins hálft ár á milli Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez og hafa þeir verið saman hjá Liverpool síðan sá síðarnefndi var fenginn frá Charlton sumarið 2015.

Varnarmennirnir eru miklir félagar utan vallar og telur Alexander-Arnold samherja sinn vera meðal bestu miðvarða enska boltans og líkir honum við Virgil van Dijk.

„Joe hefur verið að sýna að hann er í hæsta gæðaflokki. Hann er einn af bestu miðvörðum deildarinnar þrátt fyrir ungan aldur og meiðslin sem hann þurfti að glíma við," sagði Alexander-Arnold.

„Það hefur hjálpað honum mikið að vinna náið með Virgil og hann lítur líklega á hann sem fyrirmynd. Það er eins og hann sé mini-Virgil á köflum!"

Gomez missti af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og heimsmeistaramótinu í sumar vegna ökklameiðsla. Hann er búinn að ná sér aftur og hefur spilað í 10 af 11 leikjum Liverpool á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner