Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Daniel Maldini skrifar undir langtímasamning við Milan
Mynd: Getty Images
Maldini fjölskyldan hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna AC Milan. Cesare Maldini gekk í raðir félagsins 1954 og spilaði þar í tólf ár.

Hann stýrði Milan í tvö ár og áratugi spilaði sonur hans, Paolo Maldini, sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Paolo átti eftir að verða stærri goðsögn heldur en faðir sinn og er enn í dag álitinn meðal bestu varnarmanna allra tíma. Paolo er meðal stjórnenda Milan í dag.

Daniel Maldini er sonur Paolo og var hann að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Milan, út sumarið 2024.

Daniel leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður, ólíkt föður sínum og afa sem voru báðir varnarjaxlar. Hann er einnig sprækur á báðum köntum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner