Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   sun 13. nóvember 2022 15:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Fulham og Man Utd: Martial byrjar - Ronaldo ekki í hóp
Martial er mættur í byrjunarliðið.
Martial er mættur í byrjunarliðið.
Mynd: EPA

Síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni fyrir HM pásuna er viðureign Fulham og Manchester United á Craven Cottage í London.


Fulham tapaði naumlega fyrir Manchester City í síðustu umferð en nýliðarnir hafa staðið sig mjög vel það sem af er leiktíðar. Man Utd tapaði í síðustu umferð gegn Aston Villa eftir gott gengi þar á undan.

Marco Silva, stjóri Fulham, gerir tvær breytingar á liði sínu. Kenny Tete og Harrison Reed eru báðir í banni og inn koma Tom Cairney  og Bobby De Cordova-Reid.

Aleksandar Mitrovic er ennþá meiddur og er því ekki með í dag.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir fjórar breytingar á liðinu sem tapaði gegn Aston Villa í síðustu umferð.

Bruno Fernandes, Anthony Martial, Anthony Elanga og Tyrell Malacia koma inn í liðið en út fara þeir Donny van de beek, Diogo Dalot, Garnacho og Cristiano Ronaldo.

Ronaldo er ekki í hópnum vegna veikinda en Dalot er í leikbanni.

Fulham: Leno, De Cordova-Reid, Diop, Ream, Robinson, Palhinha, Cairney, Pereira, Wilson, Willian, Vinicius.
(Varamenn: Rodak, Adarabioyo, Duffy, Chalobah, James, Onomah, Mbabu, Harris, Sekularac.)

Man Utd: De Gea; Malacia, Lindelof, Martinez, Shaw, Casemiro, Bruno, Eriksen, Elanga, Rashford, Martial.
(Varamenn: Bishop, Dubravka, Maguire, Fred, Van de Beek, McTominay, Garnacho, Izbal.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
4 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
5 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
6 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
9 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
10 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
12 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
14 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
15 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
16 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
17 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner
banner