Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. nóvember 2022 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Aron Sigurðar í geggjuðu formi - Ísak Óli skoraði í stórsigri
Aron Sigurðarson er með fjögur mörk í fjórum leikjum
Aron Sigurðarson er með fjögur mörk í fjórum leikjum
Mynd: Horsens
Aron Sigurðarson, leikmaður Horsens í Danmörku, er í frábærum gír þessa dagana en hann skoraði sjötta deildarmark sitt er liðið gerði 3-3 jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Horsens lenti tveimur mörkum yfir í leiknum áður en Aron minnkaði muninn með föstu skoti við D-bogann. Þetta var fjórða markið sem hann skorar í fjórum leikjum og er hann nú með sex mörk í heildina á tímabilinu.

Lið hans náði að taka stig úr leiknum í dag og er Horsens með 22 stig í 9. sæti deildarinnar. Aron spilaði allan leikinn.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK sem vann AGF 2-0 en Mikael Neville Anderson var í liði heimamanna. Hákon fór af velli á 62. mínútu á meðan Mikael var skipt útaf fimmtán mínútum fyrir leikslok. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná í lið FCK undir lok leiksins. FCK er í 3. sæti með 27 stig en AGF í 8. sæti með 22 stig.

Erik Hamrén og lærisveinar hans í Álaborg töpuðu 5-1 fyrir Nordsjælland. Álaborg er í næst neðsta sæti með 14 stig.

Elías Rafn Ólafsson var þá á bekknum hjá Midtjylland sem gerði markalaust jafntefli við Randers.

Ísak Óli Ólafsson skoraði annað mark Esbjerg í 5-1 sigri á Brabrand í C-deildinni. Esbjerg er á toppnum í deildinni með 35 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner