Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. nóvember 2022 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes um HM í Katar: Við erum alls ekki ánægðir með þetta
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segir að leikmenn séu ekki hrifnir af því að heimsmeistaramótið sé haldið í Katar á þessu ári.

Fernandes er á sínum stað í portúgalska landsliðshópnum sem fer á HM.

Mikil umræða hefur skapast í kringum mótið en mannréttindabrot eiga sér stað á hverjum degi í Katar.

Fjöldi verkamanna hafa týnt lífi sínu í að byggja leikvanga fyrir mótið en samkvæmt tölum Guardian hafa um 6500 manns dáið við byggingu á nýjum leikvöngum.

Í Katar er samband einstaklinga af sama kyni bannað og einnig er fræðsla um samkynhneigð skilgreind sem glæpur. Fernandes segir allt við mótið skrítið.

„Auðvitað er það skrítið að HM sé að byrja í næstu viku. Þetta er ekki beint tíminn sem við viljum spila á HM. Ég held ég tali fyrir alla, bæði leikmenn og stuðningsmenn, en þetta er einfaldlega ekki besti tíminn. Krakkarnir eru í skólanum, fólk að vinna og tímasetningin ekki sú besta fyrir fólk að horfa á leikina.“

„Við vitum af þeirri umræðu sem hefur átt sér stað í kringum mótið. Það sem hefur verið rætt síðustu vikur og mánuði og um fólkið sem hefur dáið við það að byggja vellina. Við erum alls ekki ánægðir með þetta.“

„Við viljum að fótbolti sé fyrir alla og það verða allir að fá að vera með og í kringum heimsmeistaramótið því það er jú fyrir heiminn. Mótið er fyrir alla, það skiptir ekki máli hver á í hlut. Svona hlutir eiga ekki að gerast á neinum tímapunkti. HM er meira en bara fótbolti. Þetta er partí fyrir stuðningsmenn, leikmenn og eitthvað sem fólk á að gleðjast yfir og því ætti að standa betur að þessu.“
Athugasemdir
banner
banner