Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. nóvember 2022 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Lærisveinar Brynjars áfram í B-deildinni - Öster fer ekki upp
Brynjar Björn náði að halda Örgryte uppi
Brynjar Björn náði að halda Örgryte uppi
Mynd: Guðmundur Svansson
Brynjar Björn Gunnarsson og lærisveinar hans í Örgryte verða áfram í B-deildinni í Svíþjóð þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Sandviken í dag, 3-2. Öster mun þá einnig spila í B-deildinni eftir að hafa tapað í umspili um sæti í efstu deild.

Örgryte var í miklu basli meirihluta leiktíðar en náði sér á strik eftir að Brynjar tók við keflinu.

Liðið náði að tryggja sæti í umspili um sæti í B-deildinni og þurfti því að spila tvo leiki gegn Sandviken úr C-deildinni.

Örgryte vann fyrri leikinn 2-0 og var því liðið í ágætis málum fyrir leikinn í dag. Liðið náði forystu í dag en Sandviken kom til baka í síðari og skoraði þrjú mörk.

Þegar tuttugu mínútur voru eftir skoraði Örgryte markið sem tryggði sæti liðsins í B-deildinni og vann liðið því samanlagt, 4-3.

Á meðan missti Öster af sæti í úrvalsdeildina eftir að liðið tapaði fyrir Varberg, 2-1. Alex Þór Hauksson lék allan leikinn á miðjunni í liði Öster. Varberg vann fyrri leikinn með sömu markatölu og mun því vera áfram í deild þeirra bestu. Oskar Sverrisson var ekki með Varberg vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner