Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Reyndu að saga fæturna af styttu Zlatan
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Malmö eru mjög reiðir út í Zlatan Ibrahimovic eftir að hann keypti Hammarby á dögunum.

Zlatan er uppalinn hjá Malmö en hann tilkynnti á dögunum að hann hefði keypt 25% hlut í erkifjendunum í Hammarby.

Stytta af Zlatan er fyrir utan heimavöll Malmö en ítrekað hefur verið reynt að skemma hana undanfarna daga.

Síðast í gær reyndu stuðningsmenn Malmö að saga fæturnar af styttunni auk þess sem þeir settu reipi utan um hálsinn á styttunni.

Á dögunum var klósettseta sett yfir styttuna, hún máluð auk þess sem stuðningsmenn Malmö skrifuðu „Júdas" utan á hús Zlatan í Svíþjóð. Styttan er skemmd eftir atburði gærdagsins og óttast er að hún gæti fallið til jarðar eftir að sagað var í fæturnar.
Athugasemdir
banner