Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   sun 14. apríl 2024 11:10
Aksentije Milisic
Carvalho stendur sig vel hjá Hull - Mörg félög sýna áhuga
Mynd: -

Fabio Carvalho leikmaður Liverpool sem er á láni hjá Hull City í Championship deildinni, er að vekja athygli fyrir spilamennsku sína þar.


Kappinn hefur skorað átta mörk í sextán leikjum fyrir Hull síðan hann gekk í raðir liðsins í janúar mánuði. Þar á undan var Portúgalinn á láni hjá RB Leipzig í Þýskalandi en fékk fáa sénsa.

Fabrizio Romano greinir frá því á X í dag að fjölmörg lið séu að sína leikmanninum áhuga. Hann segir að það séu nokkur lið á Ítalíu auk fleiri í Evrópu.

Carvalho er 21 árs gamall en Liverpool keypti hann árið 2022 eftir að hann hafði staðið sig vel hjá Fulham og hjálpað liðinu upp um deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner