Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. maí 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Simeone hefur áhuga á Keita - Bielsa að semja við Leeds
Powerade
Naby Keita. Leikmaður Liverpool.
Naby Keita. Leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Keita, Bielsa, Bertrand, Llorente, Andersen, De Paul, Ings, Patricio, Ronaldo og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, er sagður vera mikill aðdáandi Naby Keita (26) hjá Liverpool og vilji reyna að fá miðjumanninn í sumar. (Fichajes)

Marcelo Bielsa er að ná samkomulagi við Leeds United um nýjan samning en Argentínumaðurinn skrifar alltaf undir samning um eitt ár í einu. (Telegraph)

Leicester CIty hefur áhuga á enska vinstri bakverðinum Ryan Betrand (31) en samningur hans við Southampton rennur út eftir tímabilið. Hann hefur verið sjö ár hjá Dýrlingunum. (Leicester Mercury)

Manchester United undirbýr 68 milljóna punda tilboð í spænska miðjumanninn Marcos Llorente (26) hjá Atletico Madrid. (Mirror)

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho (29) segir lítið til í þeim orðrómi að hann sé á förum frá Chelsea. Hann segir að sér líði eins og heima hjá sér á Stamford Bridge. (Independent)

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon (43) segir að hann hafi fengið tilboð um að halda áfram að spila þegar hann yfirgefur Juventus í sumar. Hann ætlar að taka 20-25 daga í að ákveða hvort hann ætli að spila áfram eða hætta. (DAZN)

Franski miðvörðurinn Dayot Upamecano (22) sem mun ganga í raðir Bayern München frá RB Leipzig á 38 milljónir punda segist hafa hafnað möguleika á að fara til Manchester United þegar hann var sautján ára. (Athletic)

Tottenham vonast til að sannfæra danska miðvörðinn Joachim Andersen (24) um að ganga í raðir félagsins frekar en að fara til Arenal. Andersen hefur spilað vel fyrir Fulham á lánssamningi frá Lyon. (BT)

Xavi, fyrrum miðjumaður Barcelona, hefur skrifað undir nýjan samning um að halda áfram þjálfun Al-Sadd í Katar til 2023. Það eru vonbrigði fyrir Joan Laporta, forseta Barcelona, sem hafði áhuga á að fá Spánverjann í staðinn fyrir Ronald Koeman. (Mail)

Leeds United er á undan AC Milan í kapphlaupinu um að fá Rodrigo De Paul (26), miðjumann Udinese, en Liverpool er einnig sagt hafa áhuga á argentínska landsliðsmanninum. (Il Milanista)

Ian Wright, sérfræðingur BBC, telur að Arsenal eigi ekki að kaupa Dani Ceballos frá Real Madrid. Þessi 24 ára miðjumaður er á láni. (Metro)

Rui Patricio (33), portúgalski markvörðurinn hjá Úlfunum, gæti verið á óskalista Jose Mourinho, nýjum stjóra Roma. Hann á rúmt ár eftir af samningi við Wolves. (Calciomercato)

Móðir Cristiano Ronaldo vill að sonurinn snúi aftur til Sporting Lissabon ef hann yfrgefur Juventus í sumar. (Guardian)

Argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez (23) hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Inter en hann vill sjá hverjar eru áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner