Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. maí 2022 23:46
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum landsliðsmaður Egyptalands fagnaði með leikmönnum Liverpool
Mynd: EPA
Moamen Zakaria, fyrrum landsliðsmaður Egyptalands, fagnaði enska bikarnum með leikmönnum LIverpool í búningsklefa liðsins á Wembley í dag en hann var þar í boði Mohamed Salah.

Zakaria er 34 ára gamall og spilaði fimmtán landsleiki fyrir Egyptaland en hann neyddist til að leggja skóna á hilluna fyrir tveimur árum eftir að hann greindist með ALS-sjúkdóminn sem ræðst á taugarkerfið í líkamanum.

Hann var mættur á Wembley í dag að fylgjast með Liverpool spila gegn Chelsea og eftir leik fékk hann að mæta inn í klefa og fagna með liðinu.

Zakaria var þarna í boði Salah, en þeir tveir spiluðu saman í egypska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fögnuðinum í klefanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner