Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Pálmi og Kjartan afgreiddu Leikni
Kjartan Henry Finnbogason skoraði seinna mark KR-inga
Kjartan Henry Finnbogason skoraði seinna mark KR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 0 - 2 KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason ('6 )
0-2 Kjartan Henry Finnbogason ('50 )
Lestu um leikinn

KR vann annan leik sinn í röð í Pepsi Max-deild karla er liðið lagði Leikni R. að velli, 2-0, á Domusnova-vellinum í efra Breiðholti í kvöld.

Það tók gestina aðeins sex mínútur að komast yfir. Pálmi Rafn Pálmason skoraði úr markteignum eftir hornspyrnu en hann þrumaði knettinum í Arnór Inga Kristinsson og í netið.

KR-ingar voru afar öflugir fyrsta hálftímann en svo tókst Leiknismönnum að bíta frá sér. Máni Austmann HIlmarsson átti hörkuskot í samskeytin á 32. mínútu.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir KR. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn með svipuðum nótum og í þeim fyrri en Óskar Örn Hauksson átti skot í stöng á 48. mínútu og tveimur mínútum síðar var Kjartan Henry Finnbogason búinn að tvöfalda forystuna.

Ægir Jarl Jónasson átti stungusendingu inn fyrir á Kristján Flóka Finnbogason sem vippaði boltanum yfir Guy Smit og var boltinn á leið í markið áður en Kjartan Henry mætti og potaði honum inn.

Það mátti svo deila um það hvort Kjartan hafi í raun verið rangstæður þegar Kristján Flóki tók skotið en ekkert var dæmt og staðan 2-0.

Leiknismenn reyndu að komast betur inn í leikinn en náðu þó ekki að minnka muninn. Lokatölur í Breiðholtinu 2-0 fyrir KR sem vinnur annan leik sinn í röð og er nú með 17 stig í 2. sæti á meðan Leiknir er með 8 stig í 7. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner