Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júlí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren: Sögðu allir við mig að ég væri klikkaður
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sögðu allir við mig að ég væri klikkaður," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við vefsíðu FIFA í dag um þá ákvörðun sína að taka við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni fyrir tveimur árum síðan.

Ísland endaði á eftir Frakklandi og Tyrklandi í undankeppni EM en framundan er leikur gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í október í undanúrslitum um sæti á EM næsta sumar.

„Við eigum ennþá góða möguleika í umspilinu, þó að það verði mjög erfitt. Við vitum að þetta veltur á smáatriðum og ég vona að við náum að komast áfram," sagði Hamren.

Hamren ræðir um meiðsli sem hafa herjað á lykilmenn hjá landsliðinu undanfarin ár.

„Þau hafa gefið okkur tækifæri til að prófa yngri leikmenn og nokkrir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé klárlega framtíð hjá íslenska landsliðinu þegar þessi frábæra kynslóð hættir að spila."

Smelltu hér til að lesa viðtalið á vef FIFA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner