Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. júlí 2020 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um samningamálin: Ekki rétti tíminn til að ræða þetta
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, var í dag spurður út í framtíð hans hjá félaginu en samningur hans rennur út á næsta ári.

Guardiola fagnaði ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins í Lausanne í gær en Manchester City fær að spila áfram í Meistaradeild Evrópu. UEFA hafði upprunalega dæmt City í bann frá keppninni næstu tvö árin en City áfrýjaði málinu og hafði þar sigur.

Spænski stjórinn hefur afrekað ótrúlega hluti hjá City en hann hefur unnið deildina tvisvar frá árinu 2016. Þá hefur hann unnið FA-bikarinn tvisvar og deildabikarinn þrisvar.

„Það hefur ekkert breyst, kannski verð ég lengur hjá Manchester City," sagði Guardiola um samningamálin.

„Það er ekki réttur tími til að tala um samningamál. Það er mikilvægur mánuður framundan og ég á enn ár eftir af samningnum sem er ansi langur tími hjá knattspyrnustjóra."

„Mín staða var klár frá byrjun. Ég sagði fyrir mánuði að ég yrði áfram hvort sem við myndum spila í Meistaradeildinni eða í D-deildinni á Englandi eins og fólkið í landinu hefur sagt. Ég hefði samt verið áfram hjá City. Hvað varðar framtíðina þá eigum við fjórar eða fimm erfiðar vikur framundan,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner