Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 14. ágúst 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Chelsea og Tottenham: Son og Kulusevski fjarkaðir
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Reece James var besti maður vallarins samkvæmt einkunnagjöf Sky Sports þegar Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Tottenham.


James er hægri vængbakvörður að upplagi en spilaði hægra megin í þriggja manna varnarlínu og átti frábæran leik.

Þessi öflugi varnarmaður er afar markheppinn og skoraði hann annað mark Chelsea í leiknum til að koma liðinu í 2-1 forystu á lokakaflanum.

Hann fær 8 í einkunn rétt eins og miðvörðurinn Kalidou Koulibaly sem skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik.

Dejan Kulusevski og Son Heung-min voru verstu menn vallarins og fá aðeins 4 í einkunn. Leikmenn Tottenham fá lægri einkunnir heldur en kollegar sínir hjá Chelsea enda voru gestirnir í Spurs heppnir að tapa ekki leiknum.

Chelsea: Mendy (7), James (8), Silva (7), Koulibaly (8), Cucurella (7), Kante (7), Jorginho (6), Loftus-Cheek (7), Mount (7), Havertz (7), Sterling (7).
Varamenn: Azpilicueta (5)

Tottenham: Lloris (6), Royal (5), Romero (6), Dier (6), Davies (5), Bentancur (5), Hojbjerg (7), Sessegnon (5), Kulusevski (4), Son (4), Kane (7).
Varamenn: Perisic (6), Richarlison (7)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner