Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 14. ágúst 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Orðinn mjög þreyttur á þessum jafnteflum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Fjölnis í kvöld á Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem sautjánda umferð Lengjudeildarinnar fór fram í kvöld.

Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og bæði lið fara með stig heim.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Fjölnir

„Mjög svekkjandi, virkilega. Mér fannst við stýra þessum leik frá A-Ö fyrir utan kannski síðustu fimm mínúturnar þá komu þeir aðeins á okkur þar sem við vorum búnir að vera leggja allt í þetta til þess að reyna ná þessu sigurmarki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við gera mjög vel varnarlega. Mér fannst hafsentaparið mitt, leikmenn sem eru ekki búnir að spila margar mínútur og hvað þá sekúndur saman. Marcelo kemur bara hérna í fyrradag og veit held ég ekki nöfnin á helmingnum í liðinu sínu." 

,,Hann kemur vel inn og Indriði kemur líka inn þarna eftir að hann er búin að vera aðeins frá. Ég er bara ótrúlega stoltur af þeim ásamt öllu liðinu." 

Það voru skörð í liði Njarðvíkinga í kvöld en heimamenn gerðu vel í að ná stigi gegn toppliðinu.

„Við erum með flottan hóp, flott lið og með tilkomu Marcelo inn í þetta þá erum við svona næstum því 'cover-aðir' í allar stöður ef við lendum í einhvejru svona eins og við lentum núna og fyrr í sumar. Við erum búnir að tala um það mikið ég og stjórnin að við þyrfum að bæta kannski einum í og ég er mjög ánægður með það að við náðum að finna Marcelo og hann lýtur út fyrir að vera hörku leikmaður og gefur okkur mikið. Mér fannst við gera nægilega mikið hér í dag til að vinna og ég er mjög svekktur að við höfum ekki fengið þessi þrjú stig."

Njarðvíkinga bíður erfitt verkefni í næstu umferð þegar þeir heimsækja ÍR í Breiðholtið. 

„Þetta eru alltaf hörku leikir og við þurfum bara að hugsa um okkur. Við eru búnir að spila tvo leiki á nokkrum dögum og þriðji leikurinn er framundan á sunnudaginn. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og mæta bara tvíefldir í þann leik og vinna þann leik útaf því ég er orðin mjög þreyttur á þessum jafnteflum sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum án þess að það sé eitthvað verðskulað því mér finnst við alltaf eiga að vinna þessa leiki en því miður þá segir lokastaðan það að við gerum jafntefli í dag og í síðasta leik sem við hefðum klárlega átt að vinna og það er nú bara orðið það stutt eftir í þessu móti að hver þrjú stig gera rosalega mikið fyrir liðin og það er eitthvað sem við ætum að gera í næsta leik."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner