Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 14. ágúst 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Orðinn mjög þreyttur á þessum jafnteflum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Fjölnis í kvöld á Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem sautjánda umferð Lengjudeildarinnar fór fram í kvöld.

Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og bæði lið fara með stig heim.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Fjölnir

„Mjög svekkjandi, virkilega. Mér fannst við stýra þessum leik frá A-Ö fyrir utan kannski síðustu fimm mínúturnar þá komu þeir aðeins á okkur þar sem við vorum búnir að vera leggja allt í þetta til þess að reyna ná þessu sigurmarki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við gera mjög vel varnarlega. Mér fannst hafsentaparið mitt, leikmenn sem eru ekki búnir að spila margar mínútur og hvað þá sekúndur saman. Marcelo kemur bara hérna í fyrradag og veit held ég ekki nöfnin á helmingnum í liðinu sínu." 

,,Hann kemur vel inn og Indriði kemur líka inn þarna eftir að hann er búin að vera aðeins frá. Ég er bara ótrúlega stoltur af þeim ásamt öllu liðinu." 

Það voru skörð í liði Njarðvíkinga í kvöld en heimamenn gerðu vel í að ná stigi gegn toppliðinu.

„Við erum með flottan hóp, flott lið og með tilkomu Marcelo inn í þetta þá erum við svona næstum því 'cover-aðir' í allar stöður ef við lendum í einhvejru svona eins og við lentum núna og fyrr í sumar. Við erum búnir að tala um það mikið ég og stjórnin að við þyrfum að bæta kannski einum í og ég er mjög ánægður með það að við náðum að finna Marcelo og hann lýtur út fyrir að vera hörku leikmaður og gefur okkur mikið. Mér fannst við gera nægilega mikið hér í dag til að vinna og ég er mjög svekktur að við höfum ekki fengið þessi þrjú stig."

Njarðvíkinga bíður erfitt verkefni í næstu umferð þegar þeir heimsækja ÍR í Breiðholtið. 

„Þetta eru alltaf hörku leikir og við þurfum bara að hugsa um okkur. Við eru búnir að spila tvo leiki á nokkrum dögum og þriðji leikurinn er framundan á sunnudaginn. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og mæta bara tvíefldir í þann leik og vinna þann leik útaf því ég er orðin mjög þreyttur á þessum jafnteflum sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum án þess að það sé eitthvað verðskulað því mér finnst við alltaf eiga að vinna þessa leiki en því miður þá segir lokastaðan það að við gerum jafntefli í dag og í síðasta leik sem við hefðum klárlega átt að vinna og það er nú bara orðið það stutt eftir í þessu móti að hver þrjú stig gera rosalega mikið fyrir liðin og það er eitthvað sem við ætum að gera í næsta leik."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir