Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 14. ágúst 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Orðinn mjög þreyttur á þessum jafnteflum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Fjölnis í kvöld á Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem sautjánda umferð Lengjudeildarinnar fór fram í kvöld.

Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og bæði lið fara með stig heim.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Fjölnir

„Mjög svekkjandi, virkilega. Mér fannst við stýra þessum leik frá A-Ö fyrir utan kannski síðustu fimm mínúturnar þá komu þeir aðeins á okkur þar sem við vorum búnir að vera leggja allt í þetta til þess að reyna ná þessu sigurmarki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við gera mjög vel varnarlega. Mér fannst hafsentaparið mitt, leikmenn sem eru ekki búnir að spila margar mínútur og hvað þá sekúndur saman. Marcelo kemur bara hérna í fyrradag og veit held ég ekki nöfnin á helmingnum í liðinu sínu." 

,,Hann kemur vel inn og Indriði kemur líka inn þarna eftir að hann er búin að vera aðeins frá. Ég er bara ótrúlega stoltur af þeim ásamt öllu liðinu." 

Það voru skörð í liði Njarðvíkinga í kvöld en heimamenn gerðu vel í að ná stigi gegn toppliðinu.

„Við erum með flottan hóp, flott lið og með tilkomu Marcelo inn í þetta þá erum við svona næstum því 'cover-aðir' í allar stöður ef við lendum í einhvejru svona eins og við lentum núna og fyrr í sumar. Við erum búnir að tala um það mikið ég og stjórnin að við þyrfum að bæta kannski einum í og ég er mjög ánægður með það að við náðum að finna Marcelo og hann lýtur út fyrir að vera hörku leikmaður og gefur okkur mikið. Mér fannst við gera nægilega mikið hér í dag til að vinna og ég er mjög svekktur að við höfum ekki fengið þessi þrjú stig."

Njarðvíkinga bíður erfitt verkefni í næstu umferð þegar þeir heimsækja ÍR í Breiðholtið. 

„Þetta eru alltaf hörku leikir og við þurfum bara að hugsa um okkur. Við eru búnir að spila tvo leiki á nokkrum dögum og þriðji leikurinn er framundan á sunnudaginn. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og mæta bara tvíefldir í þann leik og vinna þann leik útaf því ég er orðin mjög þreyttur á þessum jafnteflum sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum án þess að það sé eitthvað verðskulað því mér finnst við alltaf eiga að vinna þessa leiki en því miður þá segir lokastaðan það að við gerum jafntefli í dag og í síðasta leik sem við hefðum klárlega átt að vinna og það er nú bara orðið það stutt eftir í þessu móti að hver þrjú stig gera rosalega mikið fyrir liðin og það er eitthvað sem við ætum að gera í næsta leik."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner