Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
banner
   mið 14. ágúst 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Orðinn mjög þreyttur á þessum jafnteflum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Fjölnis í kvöld á Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem sautjánda umferð Lengjudeildarinnar fór fram í kvöld.

Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og bæði lið fara með stig heim.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Fjölnir

„Mjög svekkjandi, virkilega. Mér fannst við stýra þessum leik frá A-Ö fyrir utan kannski síðustu fimm mínúturnar þá komu þeir aðeins á okkur þar sem við vorum búnir að vera leggja allt í þetta til þess að reyna ná þessu sigurmarki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við gera mjög vel varnarlega. Mér fannst hafsentaparið mitt, leikmenn sem eru ekki búnir að spila margar mínútur og hvað þá sekúndur saman. Marcelo kemur bara hérna í fyrradag og veit held ég ekki nöfnin á helmingnum í liðinu sínu." 

,,Hann kemur vel inn og Indriði kemur líka inn þarna eftir að hann er búin að vera aðeins frá. Ég er bara ótrúlega stoltur af þeim ásamt öllu liðinu." 

Það voru skörð í liði Njarðvíkinga í kvöld en heimamenn gerðu vel í að ná stigi gegn toppliðinu.

„Við erum með flottan hóp, flott lið og með tilkomu Marcelo inn í þetta þá erum við svona næstum því 'cover-aðir' í allar stöður ef við lendum í einhvejru svona eins og við lentum núna og fyrr í sumar. Við erum búnir að tala um það mikið ég og stjórnin að við þyrfum að bæta kannski einum í og ég er mjög ánægður með það að við náðum að finna Marcelo og hann lýtur út fyrir að vera hörku leikmaður og gefur okkur mikið. Mér fannst við gera nægilega mikið hér í dag til að vinna og ég er mjög svekktur að við höfum ekki fengið þessi þrjú stig."

Njarðvíkinga bíður erfitt verkefni í næstu umferð þegar þeir heimsækja ÍR í Breiðholtið. 

„Þetta eru alltaf hörku leikir og við þurfum bara að hugsa um okkur. Við eru búnir að spila tvo leiki á nokkrum dögum og þriðji leikurinn er framundan á sunnudaginn. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og mæta bara tvíefldir í þann leik og vinna þann leik útaf því ég er orðin mjög þreyttur á þessum jafnteflum sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum án þess að það sé eitthvað verðskulað því mér finnst við alltaf eiga að vinna þessa leiki en því miður þá segir lokastaðan það að við gerum jafntefli í dag og í síðasta leik sem við hefðum klárlega átt að vinna og það er nú bara orðið það stutt eftir í þessu móti að hver þrjú stig gera rosalega mikið fyrir liðin og það er eitthvað sem við ætum að gera í næsta leik."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner