Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   mið 14. ágúst 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Orðinn mjög þreyttur á þessum jafnteflum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Fjölnis í kvöld á Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem sautjánda umferð Lengjudeildarinnar fór fram í kvöld.

Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og bæði lið fara með stig heim.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Fjölnir

„Mjög svekkjandi, virkilega. Mér fannst við stýra þessum leik frá A-Ö fyrir utan kannski síðustu fimm mínúturnar þá komu þeir aðeins á okkur þar sem við vorum búnir að vera leggja allt í þetta til þess að reyna ná þessu sigurmarki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við gera mjög vel varnarlega. Mér fannst hafsentaparið mitt, leikmenn sem eru ekki búnir að spila margar mínútur og hvað þá sekúndur saman. Marcelo kemur bara hérna í fyrradag og veit held ég ekki nöfnin á helmingnum í liðinu sínu." 

,,Hann kemur vel inn og Indriði kemur líka inn þarna eftir að hann er búin að vera aðeins frá. Ég er bara ótrúlega stoltur af þeim ásamt öllu liðinu." 

Það voru skörð í liði Njarðvíkinga í kvöld en heimamenn gerðu vel í að ná stigi gegn toppliðinu.

„Við erum með flottan hóp, flott lið og með tilkomu Marcelo inn í þetta þá erum við svona næstum því 'cover-aðir' í allar stöður ef við lendum í einhvejru svona eins og við lentum núna og fyrr í sumar. Við erum búnir að tala um það mikið ég og stjórnin að við þyrfum að bæta kannski einum í og ég er mjög ánægður með það að við náðum að finna Marcelo og hann lýtur út fyrir að vera hörku leikmaður og gefur okkur mikið. Mér fannst við gera nægilega mikið hér í dag til að vinna og ég er mjög svekktur að við höfum ekki fengið þessi þrjú stig."

Njarðvíkinga bíður erfitt verkefni í næstu umferð þegar þeir heimsækja ÍR í Breiðholtið. 

„Þetta eru alltaf hörku leikir og við þurfum bara að hugsa um okkur. Við eru búnir að spila tvo leiki á nokkrum dögum og þriðji leikurinn er framundan á sunnudaginn. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og mæta bara tvíefldir í þann leik og vinna þann leik útaf því ég er orðin mjög þreyttur á þessum jafnteflum sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum án þess að það sé eitthvað verðskulað því mér finnst við alltaf eiga að vinna þessa leiki en því miður þá segir lokastaðan það að við gerum jafntefli í dag og í síðasta leik sem við hefðum klárlega átt að vinna og það er nú bara orðið það stutt eftir í þessu móti að hver þrjú stig gera rosalega mikið fyrir liðin og það er eitthvað sem við ætum að gera í næsta leik."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner