Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. október 2020 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er starfsteymi Íslands í kvöld
Icelandair
Ásta Árnadóttir.
Ásta Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starfsteymi Íslands í kringum landsleikinn gegn Belgíu í kvöld hefur verið opinberað í heild sinni.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, og aðrir starfsmenn íslenska landsliðsins voru settir í sóttkví í gær eftir að Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður landsliðsins, greindist með kórónuveiruna.

Erik og Freyr fylgjast með leiknum í kvöld úr glerbúri efst á Laugardalsvelli.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðs karla, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 landsliðs karla, stýra liðinu og er Þórður Þórðarson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, markvarðarþjálfari.

Það koma inn nýir sjúkarþjálfarar og þar á meðal er Ásta Árnadóttir, fyrrum landsliðskona. Ásta hefur starfað sem styrktar- og sjúkaþjálfari kvennalandsliðsins.

Hér að neðan má sjá teymið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner