Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. nóvember 2022 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Antonio íhugaði að leggja skóna á hilluna - „Tárin byrjuðu að streyma"
Mynd: EPA

Michail Antonio leikmaður West Ham átti mjög erfitt uppdráttar í upphafi ferilsins hjá félaginu.


Slaven Bilic fékk hann til félagsins árið 2015 en hann lék stöðu bakvarðar og miðjumanns áður en hann festi sig í sessi í fremstu víglínu.

Antonio var í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann greindi frá þunglyndi sínu í upphafi ferilsins hjá West Ham.

„Ég vil hafa stjórn á hlutunum, en á þessum tíma sprakk ég og fór langt niður. Ég byrjaði fyrsta leikinn á tímabilinu, svo var ég ekki í hóp, svo byrjaði ég, svo á bekknum. Svo var ég í byrjunarliðinu en var tekinn af velli í hálfleik, svona hélt þetta áfram," sagði Antonio.

„Þó svo ég hafi spilað vel hélt þeta svona áfram, sama hvað ég gerði var það ekki nógu gott. Ég var máttlaus, ekkert sem ég gat gert."

„Einn daginn lá ég upp í rúmi og tárin byrjuðu að streyma úr augunum og ég hafði enga stjórn á því. Ég er ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar en tárin streymdu bara úr augunum á mér."

Hann tjáði kærustu sinni að hann vildi leggja skóna á hilluna eftir erfiða tíma en eftir spjall við hana, bróður sinn og umboðsmann reif hann sig upp.

Antonio hefur leikið 248 leiki og skorað 66 mörk fyrir West Ham.


Athugasemdir
banner
banner