banner
   mán 14. nóvember 2022 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Balogun farið á kostum í Frakklandi - „Var einn af lélegustu leikmönnum liðsins"
Mynd: Getty Images

Florian Balogun leikmaður Arsenal er fæddur í Bandaríkjunum en hefur leikið með unglingalandsliðum Englands.


Balogun er á láni hjá Reims í Frakklandi en hann hefur farið á kostum þar. Hann hefur skorað 8 mörk í 15 leikjum fyrir Reims sem er um miðja deild í frönsku deildinni.

Hann segir frá því á heimasíðu félagsins að hann hafi verið nálægt því að vera hent burt frá Arsenal á sínum tíma.

„Frá sextán ára aldri býður Arsenal nokkrum skólastyrk. Tímabilið áðurn en ég varð 16 var ég einn af lélegustu leikmönnum liðsins. Ég var ekki að spila vel og í lok tímabilsins ræddi ég við þjálfarana og það var ekki mikið jákvætt," sagði Balogun.

„Þeir sögðu að ég væri ekki á því stigi sem þeir bjuggust við. Ég hélt að þeir ætluðu ekki að halda mér, það fékk mig til að hugsa en ég sagði við sjálfan mig að ég hefði aðeins tvo kosti: Leggja mig allan fram eða hætta, þegar ég var 16 átti ég mitt besta tímabil. Ég var markahæstur með svona 40 mörk, ég kom sjálfum mér á óvart," sagði Balogun.

Hann var færður af vinstri kannti upp á topp og segir að það hafi hjálpað sér mikið, þá hafði Thierry Henry þjálfað hann eitthvað í yngri flokkum og hann nefnir að Pierre Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette hafi kennt honum mikið þegar hann æfði með aðalliðinu.






Athugasemdir
banner
banner
banner