Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. nóvember 2022 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham sá fyrsti síðan 2006 sem leikur utan Englands
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham er í enska landsliðshópnum fyrir HM í Katar og eru margir spenntir fyrir því að fylgjast með honum þar.

Þessi efnilegi leikmaður hefur leikið afar vel með Borussia Dortmund og er orðinn fastamaður í enska landsliðshópnum.

Bellingham, sem er 19 ára gamall, er á leiðinni á sitt annað stórmót eftir að hafa leikið á Evrópumótinu á síðasta ári. Hann kemur til með að vera í stærra hlutverki á þessu móti.

Það er athyglisvert að Bellingham er fyrsti leikmaðurinn síðan 2006 sem spilar utan Englands til að fara með Englendingum á HM.

Síðasti leikmaðurinn til að gera það voru David Beckham og Owen Hargreaves eins og sjá má á þessari mynd hér fyrir neðan. Það hefur ekki tíðkast mjög oft í gegnum tíðina að enskir leikmenn séu að spila utan Englands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner