Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. nóvember 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand: Ástarsambandi Man Utd og Ronaldo lokið
Cristiano Ronaldo og Rio Ferdinand
Cristiano Ronaldo og Rio Ferdinand
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United hefur gert allt vitlaust í herbúðum liðsins eftir að hafa látið allt flakka í viðtali við Piers Morgan.


Þar gagnrýndi hann m.a. Erik ten Hag, stjóra liðsins og Wayne Rooney fyrrum leikmann liðsins sem hafði gagnrýnt Ronaldo fyrir frammistöðu sína.

Rio Ferdinand fyrrum leikmaður liðsins hefur nú blandað sér í umræðuna.

„Ég spilaði með Van Nistelrooy, Roy Keane og Beckham. Þeir fengu allir sparkið því Sir Alex taldi að það voru leikmenn sem héldu að þeir væri stærri en félagið, af mismunandi ástæðum sem við vitum ekki enn þann dag í dag," sagði Ferdinand.

„Rooney gagnrýndi hann og hann hafði fullan rétt á því. Ronaldo móðgaðist og talar um þetta í viðtali en sem félagar hefðu þeir getað leyst þetta bakvið luktar dyr," sagði Ferdinand og segir að vinasambandi Rooney og Ronaldo sé lokið, engin jólakort þar.

„Þetta er ljóst fyrir mér, þessu er lokið fyrir Cristiano Ronaldo. Ástarsambandinu við Manchester United er lokið, búið að loka bókunum og ég sé hann ekki spila aftur," sagði Ferdinand að lokum.


Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo
Athugasemdir
banner