Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. nóvember 2022 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Landsliðshópur Mexíkó: Jimenez ferðast með hópnum til Katar
Mynd: Getty Images

 Gerardo Martino landsliðsþjálfari Mexíkó hefur tilkynnt landsliðshópinn sem fer á HM í Katar sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi.


Það vekur athygli að Raul Jimenez framherji Wolves er í hópnum en hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla í þrjá mánuði. Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á þessu tímabili.

Hirving Lozano, leikmaður Napoli, Hector Herrera samherji Þorleifs Úlfarssonar hjá Huston Dynamo og Andres Guardado leikmaður Real Betis eru meðal leikmanna sem eru í hópnum en sá síðastnefndi er leikjahæsti landsliðsmaður Mexíkó frá upphafi.

Javier Hernandez, leikmaður LA Galaxy og fyrrum leikmaður Manchester United er ekki í hópnum en hann hefur ekki leikið með landsliðinu frá árinu 2019.

Mexíkó mætir Póllandi, Argentínu og Sádí Arabíu í C riðli en liðið hefur leik gegn Póllandi þann 22. nóvember.

Markmenn: Alfredo Talavera (Juarez), Rodolfo Cota (Leon), Guillermo Ochoa (Club America).

Varnarmenn: Nestor Araujo (Club America), Cesar Montes (Monterrey), Johan Vasquez (Cremonese), Gerardo Arteaga (Genk), Hector Moreno (Monterrey), Jorge Sanchez (Ajax), Jesus Gallardo (Monterrey), Kevin Alvarez (Pachuca).

Miðjumenn: Edson Alvarez (Ajax), Luis Romo (Monterrey), Carlos Rodriguez (Cruz Azul), Erick Gutierrez (PSV), Hector Herrera (Houston Dynamo), Luis Chavez (Pachuca), Andres Guardado (Real Betis), Orbelin Pineda (AEK Athens).

Framherjar: Raul Jimenez (Wolves), Alexis Vega (Guadalajara), Rogelio Funes Mori (Monterrey), Henry Martin (Club America), Hirving Lozano (Napoli), Roberto Alvarado (Guadalajara), Uriel Antuna (Cruz Azul).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner