Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. nóvember 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Partey og Ayew bræður í hópnum hjá Gana - Án aðalmarkvarðarins
Inaki WIlliams er í hópnum.
Inaki WIlliams er í hópnum.
Mynd: EPA
Partey er stærsta nafnið í hópnum.
Partey er stærsta nafnið í hópnum.
Mynd: Getty Images
Í dag var landsliðshópur Ganverja fyrir HM í Katar opinberaður. Gana er með Portúgal, Suður-Kóreu og Úrúgvæ í H-riðli.

Otto Addo er þjálfari liðsins og hafði hann úr flestum af sínum bestu mönnum að velja. Hann gat þó ekki valið markvörðinn Jojo Wollacott vegna meiðsla. Wollacott varði mark liðsins í umspilsleikjunum fyrir mótið og í öllum þremur leikjunum á Afríkumótinu í janúar. Hann meiddist á fingri í upphitun fyrir leik Charlton og Burton á laugardag.

Thomas Partey hjá Arsenal er stærsta nafnið í hópnum og svo kannast margir við Ayew bræður, þá Andre og Jordan - Andre er fyrirliði liðsins. Tariq Lamptey, Daniel Amartey og Mohamed Salisu eru hinir þrír leikmennirnir úr ensku úrvalsdeildinni og

Inaki Williams hjá Athletic Bilbao er á meðal sóknarmanna. Inaki kaus að spila fyrir Gana þrátt fyrir að hafa árið 2016 spilað landsleik fyrir Spán. Jeffrey Schlupp fær hreinlega ekki kallið frá Addo.

Hópurinn

Markverðir: Lawrence Ati-Zigi (St Gallen), Danlad Ibrahim (Asante Kotoko), Abdul Manaf Nurudeen (Eupen).

Varnarmenn: Joseph Aidoo (Celta Vigo), Daniel Amartey (Leicester City), Abdul-Rahman Baba (Reading), Alexander Djiku (Racing Strasbourg), Tariq Lamptey (Brighton & Hove Albion), Gideon Mensah (Auxerre), Denis Odoi (Club Bruges), Mohammed Salisu (Southampton), Alidu Seidu (Clermont).

Miðjumenn: Mohammed Kudus (Ajax), Daniel-Kofi Kyereh (Freiburg), Elisha Owusu (Gent), Thomas Partey (Arsenal), Salis Abdul Samed (Lens).

Sóknarmenn: Daniel Afriyie (Hearts of Oak), Andre Ayew (Al Sadd), Jordan Ayew (Crystal Palace), Osman Bukari (Red Star Belgrade), Issahaku Abdul Fatawu (Sporting Lisbon), Antoine Semenyo (Bristol City), Kamal Sowah (Club Bruges), Kamaldeen Sulemana (Rennes), Inaki Williams (Athletic Bilbao).
Athugasemdir
banner
banner
banner