Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. nóvember 2022 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Piers Morgan væri til í að fá Ronaldo yfir til Arsenal
Piers Morgan.
Piers Morgan.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurinn umdeildi, Piers Morgan, væri til í að fá Cristiano Ronaldo yfir til Arsenal.

Það verður að teljast ólíklegt að Ronado muni spila aftur fyrir Manchester United eftir viðtal sem hann fór í hjá Morgan. Það á eftir að birta viðtalið í heild sinni en nú þegar hafa bútar birst úr því og hefur mikil umræða skapast.

Í viðtalinu talar Ronaldo illa um Man Utd, stjórann Erik ten Hag og goðsögnina Wayne Rooney.

Morgan, sem tók viðtalið, er stuðningsmaður Arsenal og væri til í að fá hinn 37 ára gamla Ronaldo yfir til London.

„Arsenal getur unnið titil en Gabriel Jesus þarf að fá mann við hliðina á sér sem getur skorað mörk."

Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar komið er að HM-pásunni.
Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner